Undanfarin vika hefur verið undanleg ég hef verið að berjast við Bed Bugs eða rúm pöddur sem eru litlar pöddur sem dvelja í sprungum á húsgöngum, og þær bíta mann á nóttinni og manni klæjar geðveikt í bitunum Ég er með um 30 bit á löppunum og það er heilvíti. ég er búin að þrífa allar sængur og kodda og allt sem ég gat þrifið í herberginu mínu og svo spreijaði ég 2 og hálfum brúsa af skordýraeitri á rúmið mitt og nærliggjandi húsgögn og lyktin var ógeðsleg núna eru komnar tvær nætur bitlausar þannig að það lofar góðu
Ég verð líka að segja frá því hvað mér finnst gaman að tala um íslenska tónlist við útlendinga og í síðasta live sound tíma á Barfly var kennarinn minn Eddie ( þessi getnaðarleg ) að spurja mig um Sigur Rós og mér heyrðist hann vera mega Sigur Rós fan því hann vissi geðveikt mikið um þá og svo bað hann mig um nöfn á íslenskum tónlistarmönnum, ég sagði Mugison, Benny Crespo's Gang, Múm og Pétur Ben, hann þekkti Múm en vissi ekki að þau væru Íslensk svo hafði hann heirt um Mugison
Svo ætlum við stelpurnar að fara á Sweeney Todd á morgun og verð ég að kaupa mér buxur því einu gallabuxurnar mínar sem eru líka einu síðu buxurnar mínar þurftu endilega að sprínga í klofinu
31 mars ætlum við á leikritið sem Vesturport ( íslenskur leikhópur) er að setja upp í Hammersmith hér í London, ég hlakka geðveikt til
klæjandi kveðjur Guðrún
Bloggar | 2.2.2008 | 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kalla systir var að spurja um tónlistina mína á myspace og ég er búin að setja hana hér í tenglalistann undir tónlistin mín á myspace.
Annað í fréttum er að Erna frænka kom í heimsókn á fimmtudagin, hún var að millilenda og svaf í tvær nætur, rosa gaman að fá hana í heimsókn, við fórum í Camden og ég lét laga tattóið mitt. það var ógeðslega vont.
Endilega komiði í heimsókn það er nóg af plássi hér
kossar og knús Guðrún
Bloggar | 28.1.2008 | 18:18 (breytt kl. 18:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Síðast þegar að ég kom aftur til London frá Íslandi (Airwaves) var koman frekar þungbær, það hafði verið svo gott að sofa í rúminu mínu heima í garðinum og hitta alla fjölskylduna og Dóru og Saumó og frænkurnar það var bara frábært, í þetta skiptið var tilfiningin önnur ég trúði því eiginlega ekki sjálf og bjóst svo sannarlega ekki við þessu en ég hafði svo sannarlega saknað London og koman var allt annað en þungbær.
Þegar ég lenti var ég þegar orðin of sein í skólan, fyrsti tíminn í Live sound engineering var byrjaður og ég flýtti mér á Barfly í Camden þar sem tímarnir fara fram. Ég hafði miklar væntingar til þessarar annar og það var greinilegt að það átti ekki að valda mér vonbrigðum. Fyrir utan hvað ég hafði endalaust gaman af námsefninu er kennarinn minn (yfir hljóðmaðurinn á Barfly) alveg hreint asskoti getnaðarlegur
Svo er ég líka í öðrum tímum sem fara fram í Skólanum og þeir eru bara æði líka reyndar er kennarinn ekkert getnaðarlegur en námsefnið er skemmtilegt. með Brosandi hlýjar kveðjur Guðrún
Bloggar | 20.1.2008 | 14:34 (breytt kl. 14:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já næsta önn er komin á hreint og hún mun vera tvöföld það er að segja ég mun vera í tveim fögum, Sound Engineering þar sem við lærum að vinna sound að ég held, allavega lærum við á EQ og Compressor og svoleiðis fyrirbæri og svo tek ég líka Live Sound Engineering sem fer fram á Barfly í Cambden sem er mjög frægur tónleikastaður og þar lærum við að vera hljóðmenn á tónliekum sem er draumadjobbið mitt hlakka geðveikt til, þetta verður örugglega skemmtilegasta önnin, nóg að gera og svoleiðis.
7 dagar til heimkomu og ég held að aðfangadagur verði með öðru móti en vanalega hjá mér, þannig er mál með veksti að Kamilla kom til mömmu um dagin og sagði henni að henni langaði svo að við yrðum saman um jólin (fjölskyldan) en Kalla og Kalli eru alltaf með lamb og við erum alltaf með önd þannig að það var komist að þeirri niðurstöðu að við (ég mamma og pabbi) borðum heima og förum svo beint eftir mat inn í Kef til Kölli, Kalla, Kamillu og Robba og tökum upp pakkana þar, sem er nottla snilldar lausn ég hlakka ekkert smá til jólin eru ekkert skemmtileg nema maður sé umkringdur fjölskyldunni en fyrst og fremmst börnum þau eru svo indislega með brosandi blíðu í skítakulda Guðrún
Bloggar | 14.12.2007 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hí hí loksins er ég búin að sjá fræga manneskju hér í London, ég var neibbla á tónleikum á miðvikudaginn með nokkrum úr kórnum og þar mætti bara Will Young ef þið vitið ekki hver þetta er þá á hann nokkuð mikið af smellum eins og Leave right now það var spilað allveg helling á Íslandi:) og hann vann fyrsta Idolið í bretlandi. og þar að auki þá uppgötuðum við líka allveg frábæra hljómsveit sem heitir Sister (myspace.com/sistermusic) allveg brillíant nú fer bara að sittast í heimkomu eða 21 des og þetta er bara löng dvöl í þetta sinn eða til 14 jan hlakka til að sjá alla Guðrún
Bloggar | 7.12.2007 | 23:20 (breytt kl. 23:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heil og Sæl
Á laugardagsmorgun vaknaði ég fyrir allar aldir því leiðin lá til Liverpool. Lestin var tekin að sendiráði Íslands og þaðan farið með einkabíl Sigga prests til Liverpool þar sem Kórin átti að syngja við messu.
Því er að bæta við að um helgina var íslensk menningar hátíð eða ICE 2007 í Liverpool. Listasýningar og smásagnakeppni var meðal atburða en það má segja frá því að eftir messuna voru úrslit smásagnakeppninnar tilkynnt, dómnefndin var ekki af verri endanum en þar var Andri Snær Magnason rithöfundur og Mike McCartney (bróðir Paul McCartney) fremstir í flokki, sögurnar áttu að vera um íslenska fornsögu og 400 sögur bárust í keppnina, Andri sagði Sigga Presti að ein sagan hafi verið frá 11 ára strák sem var með Kurt Cobain á heilanum og átti mjög erfitt með að læra, í sögunni hans var Kurt guð tónlistarinnar og hann var mjög vinsæll en hann var ekki ánægður með að fólk dýrkaði hann meira en tónlistina og því skar hann úr sér tunguna faðir hans varð svo reiður honum fyrir það að hann hjó af honum hendurnar og eftir það varð hann guð þagnarinnar. WOW. 11 ára skyljiði. það voru tveir aldursflokkar og þeir sem voru í 1-3 sæti í báðum flokkunum fá að fara í helgarferð til Íslands.
Eftir messuna fórum við á listasýningarnar og svo um kvöldið var okkur boðið í 4 rétta máltíð á MEGA POSH veitingarstað, sem var hluti af hátíðinni því það var íslenskur kokkur Ragnar Ómarson og var maturinn að allra mati æðislegur (nema mínu) eftir það fórum við á the Cavern Club þar sem Bítlarnir voru uppgötvaðir og var það nú meiri vonbrigðin það voru nokkrar myndir af bítlunum en það var verið að spila Beyonce og eitthvað lag af reif í sundur eða reif í buddu og álíka hræðinlegheit, og krádið var meira en sjokkerandi en það er allt önnur saga, sko klæðnaður englendinga, less is more er svo sannarlega mottóið hér og það var skítakuldi. svo lá leiðin að hótelinu og svefnin var kærkomin eftir annasaman en indislegan dag.
Morgunin eftir lá leið okkar á austurstönd englands eða til Hull en þar búa nokkrar íslenskar fjölskyldur en íslensk fyrirtæki eru með um 15.000 starfsmenn á svæðinu. Þar sungum við í messu í danskri kirkju en þar var jólamarkaður og við Sólveig fjárfestum í aðventukrans, og svo var jólaball með íslenkum veitingum þeas flatkökur með hangikjöti, kleinur o.s.frm algjört æði. Síðan lá leiðin heim á við og eftir 5 tíma akstur með Baggalút á fóninum var kærkomin endurfundir, já sængin og koddin minn voru á sínum stað og eftir frábæra helgi varð ég svefninum fegin. með sól í hjarta og bros á vör Guðrún.
Bloggar | 4.12.2007 | 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Magni og Birgitta keppa við rokkskrímsli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.11.2007 | 20:29 (breytt kl. 20:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2007 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 22.11.2007 | 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)