Færsluflokkur: Bloggar

Fokk

Allt í hassi

en hlustið bara á Simma og Jóa og hinn undurfagra Austurvallarblús

http://blogg.visir.is/simmiogjoi/    (ég gat ekki gert svona hlekk)

Allir út með skyrið

viljum ekki virkja fossa og við látum eggin gossa

allir út með skyrið

ég ætla að mótmæla öllu

við rekum þig og líka þig viljum einhvern annan bara ekki þig

við eggjum þig og hindrum þig og brennum í tætlur norska jólatréið

þú meisar mig ég facea þig og lem þig með sleif í ljóta hjálminn þinn

nýja stjórn og meiri fórn OG LÍFRÆKT RÆKTAÐAN KLÓSETTPAPPÍR 

Við mótmælum virkjun og við lifum á styrkjum

allir út með skyrið

ég ætla að mótmæla öllu

við köstum aur og líka saur og hlekkjum okkur svo við ljósastaur

við stöndum vörð við allskonar og mótmælum líka bara allskonar

við mætum öll með kornabörn og fornum þeim svo ef þess er þörf

ég sletti á þig þú meisar mig ég sný mér bara við og facea þig

já koddu koddu bara

mannfjandi ég er mótmælandi 

það er nú hægt að hlæja af þessu svona eftir á :)

ég vona að fleiri hafi húmor fyrir þessu

kv Guðrún 

 


Facebook

Það var að koma nýtt á facebook maður getur ignorað allar ríkvestir, brillíant :) áðan var ein ríkvest, Hvernig týpa ertu? in my bordom ákvað ég að gerast svo fræg að taka fyrsta prófið mitt á facebook og hvað haldiði ég er:

Einstaklega gömul sál og mikill hugsuður! Það er gaman að vera í kringum þig því þú segjir skemmtilegar sögur og kemur svo sannarlega til dyranna eins og þú ert klæddur! þú átt marga vini en afar fáa óvini! Það er gott að vinna með þér því þú ert hörkuduglegur og líflegur! Það er ekki annað hægt en að þykja vænt um þig! Þú ert með háan standard þegar kemur að hinu kyninu en átt til að enda sem "vinur" þeirra sem þú kynnist en ekki elskhugi.

VÁ ÞETTA PASSAR GEÐVEIKT VIÐ MIG :)

Einmitt ;)

SIGURÐUR MYNDI LEMJA MIG EF HANN LÆSI ÞETTA ;)

Uppáhalds tónlistarmaðurinn minn þessa dagana kallar sig Bright Eyes hlustiði á þetta lag, textinn er geðveikur ef ég gifti mig einhvern tíman mun ég syngja þetta fyrir manninn minn í brúðkaupinu :) 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Airwaves Airwaves

já ég veit ég blogga aldrei, en Airwaves var að enda og þá er nú eitthvað til að tala um og það eina sem ég ætla að tala um er For a Minor Reflection, við sáum þá 3 sinnum um helgina og það segir allt sem segja þarf við bara fáum ekki nóg, þetta er stanslaust spilað á heimilinu og þetta er orðið svo alvarlegt að í gærkvöldi fór þetta samtal fram í sófanum við tölvurnar:

D: varstu að kveikja hjá þér?

G: ha

D: varstu að kveikja á tónlistinni hjá þér?

G: var ég að kveikja á tónlistinni?

D: Já varstu að kveikja á tónlistinni?

G: var ég að kveikja á tónlistinni?

D: ja 

G: Það er engin tónlist 

D: ha!!! ég heyri tónlist, ég heyri í For a Minor Reflection.

Fyrr um daginn spurði Dóra mig hvort ég hafði verið að hlusta á þetta þegar við vorum komnar uppí, þá hélt hún að hún hafði heyrt þetta í gegnum vegginn :) en nei nei það var engin tónlist!!!

En svona án djóks þá voru þetta bestu Airwaves ever, hvert einasta kvöld kom sá og sigraði.

Lights on the Highway, Lights on the Highway yes yes yes æji ég get ekki útskýrt þetta, þetta er bara svo, já einmitt. :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) 

takk fyrir takk takk

ég ætla að láta gossa ljóð sem ég samdi í rútunni áðan, kannski verður það að lagatexta einhvern daginn :)

My young love

you're a young fellow

and you’re future is bright,

dont sit tight

next to me

see

your free

dont let me hold you back

im just a sandful sack

with all that i lack

around your neck

fuck the system

fuck the rules

i know what ill do

bunce off wonders 

cant say i do

but i do i do love you

  Takk og takk 

 

 


Esja er ÆÐI

Jább við Dóra skelltum okkur á útgáfutónleika Esju í gær, Irma (var með mér í tónvinnsluskólanum), Sólveig (sem bjó með mér úti) og María (sem ég tók við herberginu hjá Sólveigu af) mættu askvaðandi. Æðislega gaman Tounge.

Svo er bara Lights on the Highway á Dillon í kvöld og Miklatún á morgun þar sem Nýdönsk, Jet Black Joe og Hjaltalín ætla að trilla líðin og hita upp fyrir flugeldasýninguna.Grin

Vá hvað ég er hamingjusöm Smile

það gerir mig ekkert eins hamingjusama og tónleikastand Smile

og að hitta gamla góða vini sem maður hefur ekki séð lengi Kissing

Nú bíð ég bara spennt eftir að Háskólinn byrji, en eftir 10 daga mun ég stíga mín þriðju spor í Háskóla Íslands, við krossleggjum bara fingur og vonumst eftir betri niðurstöðum en síðast tvö spor hafa leitt af sér Frown

Hafiði það gott elsku vinir  Wink

Muniði bara að hafa Kærleika og Sannleika í hjarta og þá mun hamingjan banka uppá og fylgja ykkur þangað sem leiðin lyggur Smile 

með ást og frið Tounge

Guðrún

 

 


Gammen Sammen

Jæja ég er að reyna að áhveða hvort ég eigi að hætta eða vera duglegri að blogga ;) mér finnst ekki eins merkilegt það sem ég er að gera í ljósi þess að ég er ekki í london, ÉG er í GARÐINUM ;)

það er Laugardagur og ég sit í efnalauginni að bíða eftir þvottavél, ég er að lita hvíta sófann minn FJÓLUBLÁAN þetta á eftir að verða CRAZY COOL ;)

Ég hlakka geðveikt til að flytja upp á völl, en heilvítis fólkið hjá Keili ákvað að allir þurfa að borga 100 ÞÚSUND króna tryggingu fyrirfram og fannst allveg nóg að láta vita af þessu svona 17 dögum fyrir innflytning, mér finnst þetta svívirðilegt, að leifa sér þetta.

Í gær var ég inní herbergi þegar ég heiri þennan svakalega hlátur koma frá stofunni og þegar ég kom inn voru foreldrar mínir, komir hátt í 6 tugina, að veltast um af hlátri yfir jackass the move, við erum að tala um að einhver feitur gaur ætlaði að prumpa í bongu sem endaði í grímu sem var utan um hausin á öðrum gaur en í staðin fyrir að prumpa skeit hann og hinn ældi inn í grímuna þannig að ælan var öll framan í honum, þetta er allveg makalaust :) :) :) 

jæja þvottavélin er búin

cheers

Guðrún

 


Kærlig Hilsen fra Danmark

Heil og sæl gott fólk LoL

Ég er stödd í Danmörku með familiunni og ligg í leti með djús í annari og sólarvörn í hinni, það er sko sól og sviti í gangi, 20 gráður og steik. Cool

Við leigðum sumarhús í Marielyst sem er 150 Km frá Köben, 6 svefniherbergi, 3 baðherberi, sundlaug og heitipottur (sem virkar reyndar ekki enn), sem sagt algjört æði. Joyful

Við mamma og pabbi, Sigga, Tony, Telma og Ísabella, Kalla, Kalli, Kamilla og Róbert Aron erum í einu svona húsi og Sigrún (systir hennar mömmu) Gummi (maðurinn hennar) Eva, Leon, Gabríel og Ísey (Fósturbörnin þeirra) eru svo í öðru eins húsi hér rétt við hliðiná. Smile

Ég kom á miðvikudaginn og fer aftur næsta miðvikudag. þau verða lengur, en í gær var bara chillað, í dag aftur á móti fórum við karlarnir í gólf og svo ætlum við konurnar í minigólf á eftir (ég fylgi báður hópum), það er nefnilega frábær gólf og skemmtigarður í 3 mín. fjarlægð, svo á mánudag förum við í Legoland. Grin

En annars fer að koma að heimför ég flyt endanlega aftur heim á klakan 1 eða 2 júlí svo er það bara Sálfræðin í haust og við Dóra erum búnar að fá íbúð uppá velli 25 ágúst. LoL

Venlig Hilse fra Marielyst

Guðrún Kissing 

 


Æðislegt veður

já það er sko búið að vera æðislegt veður undanfarið, fyrir utan að það rignir næstum eitthvað á hverjum degi þá er hitinn svo mikill að það er eiginlega of heitt að vera í stuttermabol, hlýrabolur er eiginlega bara nauðsyn. Cool

En þar sem það er nú svolítið langt síðan ég bloggaði þá verð ég nú að segja ykkur frá því að þegar Mamma, Kalla og Kamilla komu í heimsókn fórum við í stúdíóið í skólanum og Kamilla söng Kvæði Fuglanna ( snert hörpu mína) og það var allveg æðislegt hjá henni þið getið hlustað á það hér fyrir neðan, við fórum líka í London Eye og London Zoo og það var allveg frábært ég vissi ekki að ég myndi hafa svona gaman af því að sjá Górillu Tounge

Um síðustu helgi fór ég í tvö partý, fyrst til skólasystur hennar Sólveigar og svo til annarar vinkonu hennar Sólveigar þar var búið til heimatilbúið Sushi sem mér finnst ógeðslegt en það var samt gaman að sjá hvernig þetta var gert og hitta skemmtilegt fólk Wink

Í gær fór ég svo í jógatíma sem ég hef verið svolítið dugleg að gera þetta er allveg geðveikt erfitt Jóga og ég svitna allveg geðveikt og ég er meira að segja með ansi mikla strengi Crying

um síðustu helgi fórum við Sólveig líka í langan göngutúr við löbbuðum að London Brigde til London Eye og svo heim þetta var svona rúmlega 3 klukkutímar og veðrið var æðislegt, Sólveig brann meira að segja en ég mundi að setja á mig sólarvörn þannig að ég slapp.

en það var allt í bili hafiði það gott Kissing

Kossar og Knús Guðrún Heart 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skemmtinlegheit

Langt síðan síðast FootinMouth

Já í síðustu færslu sagði ég ykkur frá því að ég ætti að vera hljóðmaður hjá mínus, en það breyttist aðeins, þeir voru sjálfir með hljóðmann sem var alveg ágætt, því stressið við að vera hljóðmaður yfir höfuð var allveg nóg, það hefði ábyggilega verið allt of mikið af auka álagi ef það hefði verið mínus og hljóðmaðurinn þeirra var líka mega næs og sagði mér helling um brasann á Íslandi og spjallaði allveg helling Wink og kvöldið var frábært Tounge hljómsveitin sem ég gerði var ágæt en ekkert gat búið fólk undir það sem kom þar á eftir = MÍNUS. Þetta eru svo miklir snillingar að annað eins hefur ekki sést í langan tíma LoL Kennarinn minn (sem er ekki auðvelt að heilla því hann sér svo rosalega mikið af hljómsveitum í vinnunni) og ég hef sagt ykkur hvað hann er getnaðarlegur,  hélt ekki vatni yfir þeim og bara flestir sem voru að vinna voru yfir sig hrifnir. 

Mamma, Kalla systir og Kamilla eru að koma í heimsókn á morgun W00t og tilhlökkunin er gífurleg W00t

Kamilla segir við alla " ég er að fara til Londons" og hún er að farast úr spenningi (segir mamma) við ætlum að fara á Camden markað, í London Zoo og svo ætla ég að fara með þær í stúdíóið og taka Kamillu upp, hún ætlar að syngja Maístjörnuna :) ég á reyndar eftir að búa til undirspilið en það verður ekki mikið mál. 

Mánudaginn fyrir 2 vikum kom hljómsveit í live sound kúrsinn minn sem við áttum að æfa okkur á, það gekk svo vel að hljómsveitin bað mig og stelpuna sem ég vinn alltaf með að vera hljóðmennirnir þeirra :) við förum á nokkrar æfingar með þeim og svo verðum við hljóðmennirnir þeirra Cool og síðasta mánudag átti önnur hljómsveit að koma en bíllinn þeirra fór ekki í gang þannig að þeir komu ekki og því þurftum við bara að búa til hljómsveit til að geta æft okkur á þannig að einn fór á trommurnar, Eddie (getnaðarlegi kennarinn minn) spilaði á gítarinn og ég söng, þeir spiluðu bara eitthvað sem hjómaði vel og ég raulaði eitthvað sem passaði við það, þetta var geðveikt skemmtilegt og núna veit ég afhverju tónlistarmenn vilja vinna saman og búa til hljómsveitir, það er bara svo geðveik tilfinning. Svo var komið að mér að vera hljóðmaður og þá söng Eddie og ég hélt að það myndi líða yfir mig hann er með geðveika rödd Blush 

Já það er búið að vera mikið að gera og það er líka komið nýtt lag á myspace sem heitir Not as Sad. Endilega hlustiði og segiði mér hvað ykkur finnst Whistling

Cheers Guðrún Heart


Mínus

Gleðifréttir og stórtíðindi, haldiði að maður sé ekki bara að fara að vera hljóðmaður á Mínus tónleikum  W00t
En þannig er mál með veksti að þegar live sound kúrsinn byrjaði var okkur sagt að 28. mars yrði "prófið" FootinMouth eða að þá myndum við vera hljóðmenn á venjulegu tónleikakvöldi á Barfly og frammistaðan yrði metin. Svo var mín að myspacast og datt inná Mínus myspace og hvað haldiði, snillingarnir voru bara skráðir með tónleika 28. mars á Barfly London LoL fyrst trúði ég þessu ekki allveg en svo spurði ég kennarana mína og jú jú tilviljun aldarinnar hefur átt sér stað, Mínus er að spila á Barfly fyrsta og líklega eina skiptið sem ég mun nokkurn tíman vera hljóðmaður þar Whistling
Svo hlakka ég líka til morgundagsins en þá er Þorrablót Sick okey ég ætla ekki að borða súrmat því það er LAMBAKJÖT í boði, ÍSLENST lambakjöt Tounge en það kostar reyndar 45 pund en ég verð að láta mig hafa það því kórinn er með fjáröflun og það ætla eiginlega allir að mæta, þetta verður eitthvað skrautlegt Cool 
Ég vil líka minna alla á að ykkur er velkomið að gista hér hjá mér í London, ég get allveg fengið að sofa hjá Sólveigu og þá getið þið haft rúmið mitt, þeas ef þið eruð tvö Wink
Kossar og Knús Kissing Guðrún  

Veðurblýðan :)

Á sama tíma og ég les um veðurofsabreytingar á klakanum, geng ég um Lundúnarborg á stuttermabol Cool já það er sko aldeilis veðurblýðan Tounge 12 stiga hiti, sól og logn, ég á bágt með að trúa þessu LoL

En svo brann Camden Crying uppáhalds hverfið mitt, þetta er samt ekkert svakalegt ég fór í skólann á mánudaginn sem fer fram í Camden og aðalgata er lokuð að hluta, það brann svona ein húsa blokk eða nokkur hús sem eru föst saman, þau voru samt örugglega allveg svona 15 eða eitthvað svoleiðis.

Guðrún er bara orðin pössunarpía, já ég svaraði auglýsingu og fór í fyrsta skiftið á miðvikudaginn það var rosa gaman, það er bara ein stelpa sem er næstum 2ja rosa svísa Smile 

En góð tíðindi því ég viðist vera laus við pöddurnar, en um leið og ég var laus var komin maríubjöllufaraldur inn í herbergið hennar Sólveigar þannig að hún hefur flutt yfir í mitt herbergi á meðan hún drepur þær með skordýraeitrinu Pinch 

kær kveðja Guðrún Heart 

 

  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband