Skemmtinlegheit

Langt síðan síðast FootinMouth

Já í síðustu færslu sagði ég ykkur frá því að ég ætti að vera hljóðmaður hjá mínus, en það breyttist aðeins, þeir voru sjálfir með hljóðmann sem var alveg ágætt, því stressið við að vera hljóðmaður yfir höfuð var allveg nóg, það hefði ábyggilega verið allt of mikið af auka álagi ef það hefði verið mínus og hljóðmaðurinn þeirra var líka mega næs og sagði mér helling um brasann á Íslandi og spjallaði allveg helling Wink og kvöldið var frábært Tounge hljómsveitin sem ég gerði var ágæt en ekkert gat búið fólk undir það sem kom þar á eftir = MÍNUS. Þetta eru svo miklir snillingar að annað eins hefur ekki sést í langan tíma LoL Kennarinn minn (sem er ekki auðvelt að heilla því hann sér svo rosalega mikið af hljómsveitum í vinnunni) og ég hef sagt ykkur hvað hann er getnaðarlegur,  hélt ekki vatni yfir þeim og bara flestir sem voru að vinna voru yfir sig hrifnir. 

Mamma, Kalla systir og Kamilla eru að koma í heimsókn á morgun W00t og tilhlökkunin er gífurleg W00t

Kamilla segir við alla " ég er að fara til Londons" og hún er að farast úr spenningi (segir mamma) við ætlum að fara á Camden markað, í London Zoo og svo ætla ég að fara með þær í stúdíóið og taka Kamillu upp, hún ætlar að syngja Maístjörnuna :) ég á reyndar eftir að búa til undirspilið en það verður ekki mikið mál. 

Mánudaginn fyrir 2 vikum kom hljómsveit í live sound kúrsinn minn sem við áttum að æfa okkur á, það gekk svo vel að hljómsveitin bað mig og stelpuna sem ég vinn alltaf með að vera hljóðmennirnir þeirra :) við förum á nokkrar æfingar með þeim og svo verðum við hljóðmennirnir þeirra Cool og síðasta mánudag átti önnur hljómsveit að koma en bíllinn þeirra fór ekki í gang þannig að þeir komu ekki og því þurftum við bara að búa til hljómsveit til að geta æft okkur á þannig að einn fór á trommurnar, Eddie (getnaðarlegi kennarinn minn) spilaði á gítarinn og ég söng, þeir spiluðu bara eitthvað sem hjómaði vel og ég raulaði eitthvað sem passaði við það, þetta var geðveikt skemmtilegt og núna veit ég afhverju tónlistarmenn vilja vinna saman og búa til hljómsveitir, það er bara svo geðveik tilfinning. Svo var komið að mér að vera hljóðmaður og þá söng Eddie og ég hélt að það myndi líða yfir mig hann er með geðveika rödd Blush 

Já það er búið að vera mikið að gera og það er líka komið nýtt lag á myspace sem heitir Not as Sad. Endilega hlustiði og segiði mér hvað ykkur finnst Whistling

Cheers Guðrún Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, tetta hljómar allt svo ædislega hjà tèr :) :)

Finnst fràbært hvad tú nytur tín vel í tessu!

Ein pæling, er getnadarlegi à lausu?? ;)

*knúsíkrús*

Àsta Björk (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband