Æðislegt veður

já það er sko búið að vera æðislegt veður undanfarið, fyrir utan að það rignir næstum eitthvað á hverjum degi þá er hitinn svo mikill að það er eiginlega of heitt að vera í stuttermabol, hlýrabolur er eiginlega bara nauðsyn. Cool

En þar sem það er nú svolítið langt síðan ég bloggaði þá verð ég nú að segja ykkur frá því að þegar Mamma, Kalla og Kamilla komu í heimsókn fórum við í stúdíóið í skólanum og Kamilla söng Kvæði Fuglanna ( snert hörpu mína) og það var allveg æðislegt hjá henni þið getið hlustað á það hér fyrir neðan, við fórum líka í London Eye og London Zoo og það var allveg frábært ég vissi ekki að ég myndi hafa svona gaman af því að sjá Górillu Tounge

Um síðustu helgi fór ég í tvö partý, fyrst til skólasystur hennar Sólveigar og svo til annarar vinkonu hennar Sólveigar þar var búið til heimatilbúið Sushi sem mér finnst ógeðslegt en það var samt gaman að sjá hvernig þetta var gert og hitta skemmtilegt fólk Wink

Í gær fór ég svo í jógatíma sem ég hef verið svolítið dugleg að gera þetta er allveg geðveikt erfitt Jóga og ég svitna allveg geðveikt og ég er meira að segja með ansi mikla strengi Crying

um síðustu helgi fórum við Sólveig líka í langan göngutúr við löbbuðum að London Brigde til London Eye og svo heim þetta var svona rúmlega 3 klukkutímar og veðrið var æðislegt, Sólveig brann meira að segja en ég mundi að setja á mig sólarvörn þannig að ég slapp.

en það var allt í bili hafiði það gott Kissing

Kossar og Knús Guðrún Heart 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dúllan hún Kamilla, rosa flott hjà henni :)

Dugnadurinn í tèr kona, jóga og göngutúrar bara hægri vinstri ;)

Tú færd lìka hrós frà mèr fyrir nyja lagid à myspace ...tad er ÆDI og rosa vel sungid, fèkk gæsahúd!! :)

*knús*

Àsta Björk (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:17

2 identicon

Rosalega flott hjá Kamillu :)

Þú ert svaka dugleg í hreyfingunni, geggjað að fá sér svona svaka göngutúr ;)

Ég vona að veðrið verði svona æðislegt þegar ég kem, það er geðveikt rok núna uppá velli :( ég ætla að fara að pakka niður hlýrabolunum ;)

En viltu senda mér sms svo ég fái númerið þitt aftur, ég týndi nefnilega símanum mínum um helgina og glataði þar með öllum númerum :( mig langar að fara að tala við þig á msn, það er svoldið skemmtilegt sem ég þarf að segja þér frá :)

Hlakka til að spjalla við þig, hafðu það gott :)

Dóra Sigrún (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband