Kærlig Hilsen fra Danmark

Heil og sæl gott fólk LoL

Ég er stödd í Danmörku með familiunni og ligg í leti með djús í annari og sólarvörn í hinni, það er sko sól og sviti í gangi, 20 gráður og steik. Cool

Við leigðum sumarhús í Marielyst sem er 150 Km frá Köben, 6 svefniherbergi, 3 baðherberi, sundlaug og heitipottur (sem virkar reyndar ekki enn), sem sagt algjört æði. Joyful

Við mamma og pabbi, Sigga, Tony, Telma og Ísabella, Kalla, Kalli, Kamilla og Róbert Aron erum í einu svona húsi og Sigrún (systir hennar mömmu) Gummi (maðurinn hennar) Eva, Leon, Gabríel og Ísey (Fósturbörnin þeirra) eru svo í öðru eins húsi hér rétt við hliðiná. Smile

Ég kom á miðvikudaginn og fer aftur næsta miðvikudag. þau verða lengur, en í gær var bara chillað, í dag aftur á móti fórum við karlarnir í gólf og svo ætlum við konurnar í minigólf á eftir (ég fylgi báður hópum), það er nefnilega frábær gólf og skemmtigarður í 3 mín. fjarlægð, svo á mánudag förum við í Legoland. Grin

En annars fer að koma að heimför ég flyt endanlega aftur heim á klakan 1 eða 2 júlí svo er það bara Sálfræðin í haust og við Dóra erum búnar að fá íbúð uppá velli 25 ágúst. LoL

Venlig Hilse fra Marielyst

Guðrún Kissing 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan :)

Ég vildi að ég væri þarna með ykkur í hitanum og sólinni, það var bara rigning og rok hjá okkur í dag, einhvers konar haust veður, ég vona að það verði ekki framhald á því, haustið má alveg bíða fram í september.

En það virðist vera smá misskilningur með íbúðina, við tölum um það seinna, er að bíða eftir úthlutun :)

Hafið það rosa gott og skemmtið ykkur vel, bið að heilsa fjölskyldunni.

Hlakka til að koma eftir ca. 3 vikur :)

Dóra Sigrún (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband