Komin aftur til London

Síðast þegar að ég kom aftur til London frá Íslandi (Airwaves) var koman frekar þungbær, það hafði verið svo gott að sofa í rúminu mínu heima í garðinum og hitta alla fjölskylduna og Dóru og Saumó og frænkurnar það var bara frábært, í þetta skiptið var tilfiningin önnur ég trúði því eiginlega ekki sjálf og bjóst svo sannarlega ekki við þessu en ég hafði svo sannarlega saknað London og koman var allt annað en þungbær. Smile

Þegar ég lenti var ég þegar orðin of sein í skólan, fyrsti tíminn í Live sound engineering var byrjaður og ég flýtti mér á Barfly í Camden þar sem tímarnir fara fram. Ég hafði miklar væntingar til þessarar annar og það var greinilegt að það átti ekki að valda mér vonbrigðum. Fyrir utan hvað ég hafði endalaust gaman af námsefninu er kennarinn minn (yfir hljóðmaðurinn á Barfly) alveg hreint asskoti getnaðarlegur  Tounge

Svo er ég líka í öðrum tímum sem fara fram í Skólanum og þeir eru bara æði líka reyndar er kennarinn ekkert getnaðarlegur en námsefnið er skemmtilegt.  með Brosandi hlýjar kveðjur Guðrún Whistling 

  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe, gott að þér leiðist ekki í tímum Guðrún mín

*knús* 

Ásta Björk Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:51

2 identicon

Ætli hann nappi þig ekki einn daginn þar sem þú verður komin með störu á hann og hakan komin niður að bringu hehe :)

Elísabet A. (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:08

3 identicon

Hæ hæ sæta

ég er alltaf að reyna að hlusta á tónlistina þína á myspace en ég er ekki að finna þetta. er eitthver til í að leiða blindan í gegnum þetta

Kiss og knús

Kalla

Kalla sis (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband